Ef pöntuð vara er til á lager, sem kemur þá fram við útfyllingu pöntunar á sölusíðunni, þá er varan póstlögð annaðhvort samdægurs eða næsta virka dag. Berist pöntun það snemma dags að það næst að afgreiða hana og koma sendingunni í pósthús sendanda fyrir kl. 15:00 þá lofar Pósturinn því að sendinginn verði komin á pósthús móttakanda innan þriggja daga á flestum stöðum landsins, en sumum jafnvel samdægurs eða daginn eftir (t.d. á höfuðborgarsvæðinu og sumum kaupstöðum).
Nú eru t.d. flestar stærðir í svörtum litafbrigðum af Leggingsbuxum fyrirliggjandi á lager, í XS, S, M og L.
Fram kemur hvort tiltekin vara sé til á lager og því til afhendingar strax þegar reynt er að panta á supershop.is.
Sendingarkostnaður innanlands er innifalinn í uppgefnu söluverði m/vsk, nema annað sé takið fram. Um er að ræða póstsendingar með Póstinum, þ.e. “Pakki Pósthús”. Kaupandi/móttakandi sækir þá pakkann á sitt pósthús, en kerfi Póstsins sendir móttakanda SMS-skilaboð þegar pakkinn berst á pósthús hans.