UM SUPERSHOP.IS
SUPERSHOP er vefverslun sem leggur áherslu á að hafa góð tilboð á gæða vörum og þjónustu. Almennt eru vörur fyrirliggjandi á lager og því til afgreiðslu í póst samdægurs eða næsta virka dag, annars kemur fram þegar reynt er að panta hvort varan er til á lager eða ekki.
Ef varan er til birtist t.d. athugasemdin „Til á lager“, eða t.d. „Aðeins 1 til á lager)“.
Ef varan er ekki til á legar birtist t.d. athugasemdin „Uppselt!“.
Sendingarkostnaður innanlands er innifalinn í uppgefnu söluverði m/vsk. Um er að ræða póstsendingar með Póstinum, þ.e. “Pakki Pósthús”. Kaupandi/móttakandi sækir þá pakkann á sitt pósthús, en kerfi Póstsins (Íslandspósts) sendir móttakanda SMS-skilaboð þegar pakkinn berst á pósthús hans. Kaupandi þarf þess vegna að skrá símanúmer sitt þegar pöntun er gerð.
Ef pantaðar eru vörur fyrri hluta dags þannig að náist að póstleggja sendinguna (sem „Pakki Pósthús“) fyrir klukkan 15:00 þá á sendingin að vera komin á pósthús kaupanda innan ca. þriggja daga eða jafnvel daginn eftir (þá á höfuðborgarsvæðinu og sumum kaupstöðum) og til afhendingar þar.
Ef kaupandi tilgreinir afhendingarstað erlendis, þ.e. á Norðurlöndum eða í löndum Vestur-Evrópu, þá er póstsendingarkostnaður (með flugi) einnig innifalinn ef keypt eru 3 stk eða fleiri alls í sömu pöntun/sendingu.
Við álítum að kaupferlið á Supershop.is sé einfalt og þægilegt fyrir viðskiptavini okkar.
Öll starfsemi Supershop gagnvart viðskiptavinum fer fram á netinu og hægt er að hafa samband við okkur allan sólarhringinn með því að senda okkur netpóst á supershop@supershop.is
Fyrirspurnum er svarað innan sólarhrings eða eins fljótt og mögulegt er.
Rekstraraðili:
Námstækni ehf.
Kennitala: 560304-2770
VSK-númer: 125103
Netfang: supershop@supershop.is
Innborganir viðskiptavina með millifærslu á bankareikning Námstækni ehf.:
0345-26-1452, kt. 560304-2770