Skilmálar  og meðferð persónuupplýsinga

Eftirfarandi skilmálar gilda um kaup á vöru og þjónustu í vefversluninni SUPERSHOP.is á vefsíðunni www.supershop.is (hér eftir einnig nefnd Supershop.is) sem rekin er af Námstækni ehf., kt. 560304-2770.

Efnisyfirlit

 1. Almenn atriði og skilgreiningar
 2. Tilhögun vörutilboða (hóptilboða) – Ekki í boði á supershop.is
 3. Söluskilmálar og neytendasamningar
 4. Um skráningu og meðferð persónupplýsinga tengt viðskiptum
 5. Tilhögun greiðslna
 6. Skilaréttur og endurgreiðsla
 7. Uppsegjanleiki kaupsamnings af hálfu beggja aðila
 8. Um uppgjör endurgreiðslu
 9. Persónuupplýsingar og hljóðritanir
 10. Samskipti við viðskiptavini – Sms skilaboð, póstlisti, markpóstur
 11. Breytingar á skilmálum

1. Almenn atriði og skilgreiningar

Söluaðili sem selur og afhendir vöru og þjónustu samkvæmt skilmálum þessum er Námstækni ehf. :

 • Í þeim tilvikum þegar Námstækni ehf. býður til sölu vörur eða þjónustu á eigin vegum er Námstækni ehf. söluaðili. Um sinn selur Námstækni ehf. aðallega vörur og þjónustu á eigin vegum á Supershop.is og sendir pantanir viðskiptavina, sem greitt hefur verið fyrir, með Póstinum sem „Pakki Pósthús“ í samræmi við tilgreind tímamörk. Fyrirkomulagið er þannig að berist pöntun það snemma dags að hægt sé að afgreiða sendinguna á pósthús sendanda fyrir kl. 15:00 þá lofar Pósturinn því að hún berist til pósthúss móttakanda innan þriggja daga eða jafnvel samdægurs eða daginn eftir t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynning um sendingu er send móttakanda hennar sama dag og hún berst á pósthús á viðkomandi stað.
 • Í sölukerfi Supershop sést þegar verið er að gera pöntun hvort umbeðin vara er til á lager og er þá hægt að afgreiða sendingu til kaupanda samdægurs í samræmi við ofangreint fyrirkomulag um afhendingu.
 • Í 2. tl. 2. gr. laga nr. 16/2016 kemur fram skilgreining á hugtakinu „seljanda“: Seljandi: Einstaklingur eða lögaðili, jafnt í eigu hins opinbera sem í einkaeigu, sem vegna hlutaðeigandi viðskipta kemur fram í atvinnuskyni og gerir samninga við neytendur, svo og hver sá sem í atvinnuskyni kemur fram í umboði eða fyrir hönd seljanda.“

Kaupendur vöru og þjónustu í ofangreindri vefverslun eru einstaklingar sem neytendur, en „með neytanda er átt við einstakling sem kaupir söluhlut utan atvinnustarfsemi“, þ.e. vöru eða þjónustu, samkvæmt skilningi 1. gr. laga nr. 48/2003 um notendakaup.
Hugtakið „neytandi“ er skilgreint skilgreint bæði í í 3. tl. 3. gr. laga nr 57/2005 (með síðari breytingum) sem: „Neytandi er einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu gegn endurgjaldi, enda séu kaupin ekki gerð í atvinnuskyni.„, og í 1. tl. 2. gr. laga nr. 16/2016 um neytendasamninga: Neytandi: Einstaklingur sem er kaupandi í viðskiptum sem lög þessi taka til í tilgangi sem er óviðkomandi starfi hans.“ .

 

2. Tilhögun vörutilboða (hóptilboða)

Svokölluð „hóptilboð“ eru ekki í boði á supershop.is.

3. Söluskilmálar og neytendasamningar

Við kaup á vörum og þjónustu á Supershop.is staðfestir kaupandi kaupsamning við Námstækni ehf. sem seljanda samkvæmt skilmálum þessum. Með staðfestingu sinni skuldbindur kaupandi sig til að kaupa og seljandiskuldbindur sig til að selja viðkomandi vörur eða þjónustu samkvæmt tilgreindri vörulýsingu, magni og verði til afhendingar innan tiltekins afgreiðslufrests.

Kaupsamningurinn er bindandi í samræmi við skilmála þessa, sbr. þó ákvæði um rétt til að falla frá samningi í 16. – 24. gr. laga nr. 16/2016 um neytendasamninga.

Kaupsamningurinn með tilheyrandi inneignarkvittun er ávísun á viðkomandi vörur eða þjónustu til afgreiðslu hjá Námstækni ehf. Tilgreint verð er ávallt í ISK með virðisaukaskatti og eftir því sem við á um viðkomandi vöru og þjónustu. Birt verð og upplýsingar um tilboð eru með fyrirvara um innsláttarvillur og aðrar villur í framsetningu.

Inneignarkvittun fyrir greiðslu hins keypta verður send í tölvupósti til kaupanda þegar greiðsla fyrir kaupunum hefur hefur verið innt af hendi og borist til Námstækni ehf. (rafrænar greiðslur með greiðslukorti) eða inn á bankareikning Námstækni ehf. Inneignarkvittunin veitir árituðum kaupanda rétt til að fá afhenta tilgreinda vöru eða þjónustu frá Námstækni ehf. á tilgreindu verði og afhendingar­tímabili. Inneignarkvittunin er staðfesting á greiðslu á pöntun.

Að öðru leyti og er þessum skilmálum sleppir vísast til almennra skilmála samkvæmt ofangreindum lögum um neytendakaup og ennfremur laga nr. 42/2000 um þjónustukaup eftir því sem við á.

 

4. Um skráningu og meðferð persónupplýsinga tengt viðskiptum

Viðskipavinir og aðrir virkir notendur á vefversluninni Supershop.is skrá að stofni til upplýsingar um fullt nafn sitt og netpóstfang við upphaf viðskipta. Við kaup á vörum eða þjónustu á Supershop.is skráir kaupandi einnig upplýsingar um heimilisfang sitt, þ.e. götu, húsnúmer og/eða íbúðarnúmer, póstnúmer og stað. Þessar upplýsingar eru vistaðar í gagnagrunni Námstækni ehf. vegna Supershop.is og hefur enginn annar aðili aðgang að þeim né heimild til afnota af þeim. –
Við kaup á Supershop.is er mjög mikilvægt að meðal annars símanúmer kaupanda (GSM-símanúmer) sé rétt útfyllt vegna þess að það er gefið upp á pakkseðli vörusendingar til hans og notað af póstþjónustunni til að senda honum SMS-skilaboð þegar vörusendingin berst til pósthússins á viðkomandi stað, en það flýtir fyrir afhendingu vörunnar. – Rétt skráning á kennitölu kaupanda (sem móttakanda) er sömuleiðis mikilvæg þar sem með henni getur e.t.v. verið flett upp á gildandi heimilisfangi kaupanda skv. þjóðskrá við útfyllingu á pakkseðli í vörusendingarkerfi Póstsins („Pakki pósthús“), en það felur í sér  afstemmingu við og hugsanlega leiðréttingu á innslegnum upplýsingum kaupanda um heimilsfang á vef Supershop.is.

Kaupandi samþykkir geymslu Námstækni ehf. á þessum upplýsingum og úrvinnslu innan fyrirtækisins á grunni þeirra, svo sem eins og venjubundin viðskipti einstaklinga við fyrirtæki með viðskiptamannaskrá og tengda skráningu í bókhaldi sínu fela í sér.

Eins og venja er um vefverslanir á Internetinu getur Námstækni ehf. nýtt greiningartól sem Google Analytics býður upp á við greiningu nafnlausra og ópersónurekjanlegra upplýsinga í tengslum við umferð Internetnotenda um og viðskipti viðskiptavina á vefsíðunni Supershop.is. Notkun slíkra upplýsinga tengist þá þjónustu Námstækni ehf. við viðskiptavini sína á SuperShop.is.

 

5. Tilhögun greiðslna

Við kaup á vörum og þjónustu á Supershop.is getur kaupandi valið á milli tveggja aðferða við greiðslumiðlun, þegar kemur að því að „Klára pöntun“ og staðfesta pöntunina með greiðslu á Supershop.is.

Ef smellt er á hnappinn „KARFA“ (ofarlega til hægri á skjánum) birtist yfirlit yfir þær vörur sem valdar hafa verið til kaups að svo komnu máli. Neðan við vörulínurnar vinstra megin er reitur fyrir afsláttarkóða (þar stendur upphaflega „Afsláttarkóði“). Þar gæti kaupandi slegið inn númer (kóða) ef hann hefur hefur fengið úthlutað afsláttarkóða í einhverju tilviki. Eftir innslátt á afsláttarkóðanum er þá smellt á hnappinn hægra megin við innsláttarreitinn „VIRKJA AFSLÁTTARKÓÐA„. Þá breytist heildarupphæð pöntunarinnar sem sjá má í línunni „Alls“ til samræmis við þau kjör sem viðkomandi afsláttarkóði felur í sér.

Þegar búið er að velja og „kaupa“ vöru(r) með því að setja hana/þær í „körfu“, ásamt frágangi á afsláttarkóða ef um hann er að ræða, sést neðanvert til hægri á skjámyndinni hver heildarupphæð pöntunarinnar er. Þar fyrir neðan er hnappur með textanum „KLÁRA PÖNTUN“. Þegar vali á vörum í körfuna er lokið er smellt á þennan hnapp og kemur þá upp skjámynd með yfirliti yfir upplýsingar greiðanda/kaupanda og það sem valið hefur verið til kaups, sbr. yfirlit undir „Pöntunin þín“. Þegar gengið hefur verið frá öllum umbeðnum upplýsingum um hvert senda á pöntunina, þ.e. inneignarkvittun fyrir kaupunum, er valið hvort greiða á með „Millifærslu“ eða „Netgíró“. Þá er hakað við annan hvorn valkostinn.

Einnig þarf að haka við, eða smella á hnapp með textanumJá, ég hef lesið og samþykki skilmála viðskiptanna, vilji kaupandi staðfesta pöntun sína.“

Greitt með Netgíró:

Ef valið er að greiða með Netgíró, þ.e. hakað við „Netgíró“ er ferlið eftirfarandi:

Eftir ofangreint val er smellt á hnappinn „STAÐFESTA PÖNTUN“. Þar með er í bili farið út úr vefverslunarkerfi Supershop.is og inn í hið rafræna greiðsluumhverfi Netgíró þar sem allar greiðsluupplýsingar eru dulkóðaðar.

Þá kemur upp skjámynd með yfirskriftinni „Netgíró“, sem er „Greiðslusíða Netgíró – Öruggt vefsvæði“. Þar kemur fram m.a. yfirlit yfir innihald vörupöntunarinnar ásamt heildarupphæðinni. Þar eru einnig innsláttarreitur fyrir símanúmer kaupanda.

Þegar búið er að yfirfara að allar umbeðnar upplýsingar séu rétt útfylltar, og ekki er hætt við að greiða pöntunina, er smellt á græna hnappinn „GREIÐA“ til að framkvæma tilsvarandi greiðslufærslu. Þá birtist skjámyndin „Greiðslusíða Netgíró – Greiðslu lokið“. Þar koma fram hinar staðfestu upplýsingar um kaupanda, greiðslumáta sem valinn var, tilvísunarnúmeri Netgíró ásamt yfirliti yfir innihald pöntunarinnar og heildarupphæð, „Samtals skuldfært á kort zz.zzz kr.“ (þ.e. upphæðin í kr). Einnig kemur þá fram neðan við að „Greiðslan hefur verið framkvæmd“, þ.e. að upphæðin hafi verið skuldfærð á reikning greiðanda/kaupanda; með þökkum fyrir viðskiptin. Við þetta er jafnframt farið sjálfkrafa út úr hinu rafræna greiðslukerfi Netgíró. Hér væri hægt að hætta í vafranum. Neðanvert á skjámyndinni er grár hnappur „TIL BAKA Í VERSLUN“. Ef smellt er á hann er farið aftur inn í vefverslun Supershop.is. Þar birtist þá skjámynd með athugasemdinni „Takk fyrir. Pöntunin hefur verið móttekin.“ Þar kemur fram yfirlit yfir hina gerðu pöntun, sem þar með er komin til úrvinnslu hjá innkaupa- og söludeild Supershop.is. Þar er einnig hægt að velja að fara t.d. aftur að skoða „Vörur“ eða eitthvað annað á Supershop.is með því að smella á viðkomandi valflipa, eða fara í einhverja aðra vefsíðu á vafranum eða fara út úr honum.

Þegar verið er í ofangreindri skjámynd, „Greiðslusíða Netgíró-Örugg vefsvæði“, og af einhverjum ástæðum er valið að hætta við greiðslu og þar með staðfestingu á pöntuninni er þess í stað smellt á gráa hnappinn „HÆTTA VIГ, en þá er „Greiðslusíða Netgíró-Öruggt vefsvæði“ yfirgefin og aftur farið sjálfkrafa inn í vefverslunina Supershop.is þar sem frá var horfið.

Greitt með millifærslu:

Ef valið er að greiða með Millifærslu“ með því að haka við þá línu er ferlið eftirfarandi:

Þá birtast eftirfarandi textalínur fyrir neðan valreitinn „Millifærsla“: „Vinsamlegast millifærðu upphæðina inn á bankareikninginn 0345-26-1452, kt. 560304-2770, innan 24 klst. frá því að pöntun er gerð því annars fellur pöntunin niður. Settu inn pöntunarnúmerið sem athugasemd og sendu kvittun á supershop@supershop.is“
Síðan skal smellt á hnappinn „GREIÐA“, til að halda áfram.

Hér í kjölfarið tengist vefverslun Supershop.is sem sé ekki greiðslusíðu Borgunar eins og gerist þegar valið er að greiða með greiðslukorti. Þess í stað er það nú í höndum sjálfs kaupanda/ greiðanda pöntunarinnar að millifæra heildarupphæð pöntunarinnar í hinu almenna bankakerfi, t.d. gegnum netbanka sinn, inn á umbeðinn bankareikning Supershop.is hjá Námstækni ehf. Þar er auk réttrar upphæðar nauðsynlegt að rita uppgefið „pöntunarnúmer“ pöntunarinar í reit fyrir skýringu á millifærslunni.

Eftir að smellt hefur verið á „GREIÐA“ (og „Millifærsla“ var valin) birtist skjámynd með athugasemdinni „Takk fyrir. Pöntunin hefur verið móttekin“. Þar koma fram m.a. yfirlitsupplýsingar um pöntunina, þ.e. Pöntunarnúmer, dagsetning, alls upphæð og hvaða greiðsluleið var valin (Millifærsla). Einnig koma þar fram upplýsingar um bankanúmer og kennitölu sem millifæra á upphæð pöntunarinnar á, þ.e. Námstækni ehf. Þess utan eru einnig upplýsingar um innihald pöntunarinnar.

6. Skilaréttur og endurgreiðsla

Við það að kaupandi staðfestir kaupsamning við kaup á vörum og þjónustu á Supershop.is með greiðslu sinni þar að lútandi skuldbindur Námstækni ehf. sig til að afhenda kaupanda samsvarandi inneignarkvittun fyrir viðkomandi kaupum sem ávísun á viðkomandi vörur eða þjónustu, til framvísunar hjá viðkomandi söluaðila varðandi afhendingu hins keypta, í samræmi við skilmála þessa.

Í lögum um neytendakaup nr. 48/2003 er meginreglan sú að skilaréttur er ekki fyrir hendi við kaup á ógallaðri vöru. Þó tekur Námstækni ehf. tillit til nokkura af þeim leiðbeinandi verklagsreglum og viðmiðum um skilarétt sem Neytendastofa bendir á, er byggja á leiðbeinandi verklagsreglum um skilarétt, gjafabréf og inneignarnótur sem viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2000.

Þannig getur kaupandi rift kaupsamningi innan 14 daga frá dagsetningu viðkomandi inneignarkvittunar, án þess að þurfa að tilgreina ástæðu og án greiðslu. Skal hann gera það skriflega til Námstækni ehf.

Ef söluaðili vöru eða þjónustu samkvæmt kaupsamningi og inneignarkvittun er Námstækni ehf., en ekki þriðji aðili samkvæmt tilboði, getur kaupandi skilað ónotaðri vöru í upprunalegum söluumbúðum sem hann hefur fengið afhenta hjá Námstækni ehf. innan 14 daga frá afhendingardegi. Í þeim tilvikum sem kaupandi skilar vöru innan tilskilinna tímamarka eða fær vöru skipt fyrir aðra, t.d. í annari stærð eða lit, og þar sem Námstækni ehf. er söluaðili, ber kaupandi kostnað af endursendingu upphaflegu vörunnar til seljanda sem og sendingarkostnað við sendingu annarar vöru í stað þeirrar sem upphaflega var pöntuð. Sbr. þó einnig lög nr. 16/2016 um neytendasamninga.

Ef kaupandi uppgötvar misræmi milli upplýsinga um hið keypta á inneignarkvittuninni og í auglýsingu viðkomandi tilboðs á Supershop.is er honum heimilt að tilkynna Námstækni ehf. það og skal hann þá gera það skriflega innan þriggja daga frá móttöku inneignar­kvittunarinnar. Námstækni ehf. mun leiðrétta misræmið gagnvart kaupanda með ásættanlegum hætti fyrir kaupanda sé það hægt, eða fella niður kaupsamninginn um viðkomandi söluhlut og endurgreiða kaupanda hann í samræmi við upphæð hins keypta óski kaupandi þess. Námstækni ehf. sendir kaupanda skriflega tilkynningu um úrlausn atviksins innan 30 daga. Komi svona misræmi upp eftir að kaupandi framvísar inneignarkvittun hjá söluaðila og fær söluhlut afhentan getur kaupandi krafist úrbóta hjá söluaðilanum.

7. Uppsegjanleiki kaupsamnings af hálfu beggja aðila

Námstækni ehf. áskilur sér rétt til að falla frá kaupsamningi ef til koma brot af hálfu kaupanda á skilmálum þessum varðandi notkun á inneignarkvittun kaupsamningsins, en kaupandi á þá ekki rétt á endurgreiðslu.

Einnig getur kaupandi rift kaupsamningi skriflega innan 14 daga frá dagsetningu viðkomandi inneignarkvittunar, án þess að þurfa að tilgreina ástæðu og án greiðslu, eins og að ofan greinir.

Í ofangreindum tilvikum verður uppsögn kaupsamnings gerð skriflega til kaupanda.

Standi Námstækni ehf. ekki við sínar skyldur varðandi kaupsamning getur kaupandi rift honum.

Uppsagnir kaupsamnings skulu vera skriflegar.

Sbr. einnig ofangreind ákvæði í 16. – 24. gr. laga nr. 16/2016 um neytendasamninga.

 

8. Um uppgjör endurgreiðslu

Komi til endurgreiðslu á inneignarkvitunum kaupsamninga samkvæmt ofangreindu mun Námstækni ehf. endurgreiða kaupanda hið keypta í samræmi við heildarupphæð viðkomandi inneignarkvittunar og samkvæmt fyrirmælum hans með bakfærslu á kreditkort kaupanda, millifærslu eða innleggi á bankareikning hans, eða með umbreytingu inneignarkvittunarinnar í inneign hjá Námstækni ehf. sem gengi þá upp í næstu innkaup hans hjá Námstækni ehf.

Endurgreiðsla á sér stað eigi síðar en fjórtán dögum eftir þann dag þegar tilkynning um ákvörðun neytandans um að falla frá samningnum berst Námstækni ehf., sbr. einnig ákvæði í 16. – 24. gr. laga nr. 16/2016 um neytendasamninga.

 

9. Persónuupplý­singar og hljóðritanir

Við rekstur á Supershop.is fer Námstækni ehf. með persónuupplýsingar um viðskiptavini og söluaðila í samræmi við gildandi lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Rafræn vinnsla upplýsinga tengt greiðslumiðlun með kreditkortum er dulkóðuð og getur Námstækni ehf. nýtt greiðslumiðlunarþjónustu Borgunar í því sambandi. Upplýsingar varðandi greiðslukort kaupenda eru alfarið meðhöndlaðar og vistaðar í kerfum Borgunar en ekki Námstækni ehf.

Námstækni ehf. áskilur sér rétt til þess að símtöl viðskiptavina við starfsfólk séu eða séu ekki hljóðrituð án þess að það sé sérstaklega tekið fram í símtalinu. Tilgangur mögulegrar hljóðritunar væri liður í þjónustu við viðskiptavini og varsla samskipta við þá. Ábyrgð er ekki tekin ef hljóðritun er ekki gerð á öllum símtölum. Hljóðritanir, sé um þær að ræða, yrðu framkvæmdar samkvæmt lögum um fjarskipti nr. 81/2003.

 

10. Samskipti við viðskiptavini – Sms skilaboð, póstlisti, markpóstur

Tengt rekstri á Supershop.is:

 • sendir Námstækni ehf. viðskiptavinum sínum upplýsingar um stöðu pantana og heimsendinga með tölvupósti, og Pósturinn sendir móttakendum vörusendinga frá Námstækni ehf. sms-skilaboð þegar sending er tilbúin til afhendingar á pósthúsi.
 • sendir Námstækni ehf. þeim viðskiptavinum sínum sem hafa skráð sig á póstlista markpóst í tölvupósti með upplýsingum um bestu tilboðin,
 • miðlar Námstækni ehf. ekki netföngum viðskiptavina sinna til þriðja aðila.

Viðskiptavinir geta ávallt afskráð sig af póstlista Supershop.is.

 

11. Breytingar á skilmálum

Námstækni ehf. áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er.
Gildandi skilmálar koma fram á vefsíðu Supershop.is.

 • No products in the cart.