Sendingarkostnaður innanlands er innifalinn í uppgefnu söluverði m/vsk, nema annað sé takið fram. Um er að ræða póstsendingar með Póstinum, þ.e. “Pakki Pósthús”. Kaupandi/móttakandi sækir þá pakkann á sitt pósthús, en kerfi Póstsins sendir móttakanda SMS-skilaboð þegar pakkinn berst á pósthús hans.
Pantanir á supershop.is eru afgreiddar í póst yfirleitt samdægurs innan opnunartíma pósthusa eða næsta virka dag. Berist pöntun það snemma dags að hægt sé að afgreiða hana á pósthús sendanda fyrir kl. 15:00 lofar Pósturinn því að hann berist til pósthúss móttakanda innan þriggja daga. Á höfuðborgarsvæðinu og í sumum kaupstöðum jafnvel samdægurs eða daginn eftir.