Algengar spurningar og svör
1. Hvað er SUPERSHOP.is?
SUPERSHOP er söluvefsíða sem leggur aðallega áherslu á sölu á kvenfatnaði.
Afgreiðslufrestur: Vörur sem eru fyrirliggjandi á lager, t.d. leggingsbuxur, eru afgreiddar samdægurs í póst, en afhending til kaupanda er síðan háð dreifingarkerfi Póstsins. Yfirleitt berst sending til pósthúss móttakanda innan sólarhrings á höfuðborgarsvæðinu, en getur tekið nokkra daga út á land háð staðsetningu (sbr. neðar um sendingarkostnað).
Á þennan hátt getum við boðið viðskiptavinum okkar sérstaklega gott verð, enda er fyrirhyggja í innkaupum fundið fé.
Kaupferlið á vefsíðunni er einfalt og þægilegt.
Sendingarkostnaður innanlands er innifalinn í uppgefnu söluverði m/vsk, nema annað sé takið fram. Um er að ræða póstsendingar með Póstinum, þ.e. „Pakki Pósthús“. Kaupandi/móttakandi sækir þá pakkann á sitt pósthús, en kerfi Póstsins sendir móttakanda SMS-skilaboð þegar pakkinn berst á pósthús hans.
Berist pöntun það snemma dags að hægt sé að afgreiða sendinguna á pósthús sendanda fyrir kl. 15:00 lofar Pósturinn því að hún berist til pósthúss móttakanda innan þriggja daga, jafnvel samdægurs eða daginn eftir á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum kaupstöðum.
Öll starfsemi Supershop fer fram á netinu og hægt er að hafa samband við okkur allan sólarhringinn með því að senda okkur netpóst á supershop@supershop.is
Fyrirspurnum er svarað innan sólarhrings.
2. Hvernig greiði ég fyrir vöru á SUPERSHOP?
Þegar þú hefur smellt á „Kaupa“ takkann við tiltekið tilboð (eða við vöru í verslun) velur þú þá greiðsluleið sem hentar þér best. Hægt er að greiða með Netgíró eða með millifærslu í banka.
Ef þú velur að greiða með Netgíró færist þú yfir á örugga greiðslusíðu fyrir það og gengur frá greiðslu þar með því að gefa upp símanúmer þitt. Ef þú kýst að greiða með millifærslu í banka er mikilvægt að gera það sem fyrst eftir að þú gengur frá pöntun vöru/þjónustu, til þess að pöntun þín verði ekki ógild sökum þess að ekki hafi verið greitt fyrir hana.
3. Hvernig nálgast ég vöruna sem ég keypti á supershop.is?
Það gæti varla verið einfaldara! Við sendum allar vörur í pósti til viðtakanda, sem berast því til pósthúss viðkomandi, og þess vegna er mikilvægt að gefa upp rétt heimilisfang þegar gengið er frá pöntun. Einnig gsm-símanúmer þar se Pósturinn sendir móttakanda sms-skilaboð þegar sendingin er tilbúin til afhendingar.
Sendingargjald (fyrir „Pakki Pósthús“) er alltaf innifalið í verði.
4. Ég bý á landsbyggðinni, get ég nýtt mér tilboð á SUPERSHOP?
Já, að sjálfsögðu! Allar vörur eru sendar með pósti á pósthús viðtakanda og sengindarbjaldið er innifalið í verðinu.